Skip to content

Vörur

Okkar sýn við framleiðslu og þróun á Slow Cow er :

Ímyndið ykkur stresslausan lífsstíl með áherslu á vellíðan og náttúrulega slökun. Opnaðu hugann til að skapa, hanna og hvetja aðra !

Slow Cow® er svalandi drykkur fyrir meðvitaða neytendur sem stunda virkan og streitulausan lífsstíl með áherslu á vellíðan og náttúrulega ró. Slow Cow er án hitaeininga og inniheldur engan sykur, koffín, rotvarnarefni eða erfðabreytt hráefni.

Slow Cow er fyrir alla, unga sem aldna, athafnafólk, foreldra undir streitu, íþróttafólk og námsmenn.

Okkar sýn við framleiðslu og þróun á Slow Cow er :

Ímyndið ykkur stresslausan lífsstíl með áherslu á vellíðan og náttúrulega slökun. Opnaðu hugann til að skapa, hanna og hvetja aðra !

Slow Cow® er svalandi drykkur fyrir meðvitaða neytendur sem stunda virkan og streitulausan lífsstíl með áherslu á vellíðan og náttúrulega ró. Slow Cow er án hitaeininga og inniheldur engan sykur, koffín, rotvarnarefni eða erfðabreytt hráefni.

Slow Cow er fyrir alla, unga sem aldna, athafnafólk, foreldra undir streitu, íþróttafólk og námsmenn.

INNIHALDSEFNI

ingredients icone

L-Theanine

Camellia Sinensis

L-theanine er amínósýra unnin úr grænu tei. L-theanine bætir heilastarfsemina og eykur slökun án þess að valda sljóvleika. L- theanine eykur dópamín, serótónín og GABA í heilanum og þar með eykur hún vellíðan, dregur úr stressi og kvíða og bætir athygli, einbeitingu og svefn.

ingredients icone

Kryddbaldursbrá

Matricaria Chamomilla

Kamilla hefur verið notuð í margar aldir til þess að sporna gegn mígreni, hún er þekkt fyrir að lina óværð, vinna gegn svefnleysi og minnka bólgur í meltingarfærum. Kamilla er af körfublómaætt og hún eykur vellíðan, bætir meltinguna, minnkar vöðvaspennu og sefar verki.

ingredients icone

Valériana Officinalis

Valériana Officinalis

Garðabrúða er jurt sem er viðurkennd af World Health Organization (WHO) og er oft notuð til þess að meðhöndla óróleika, kvíða og svefntruflanir, hún eflir andlegt jafnvægi og spornar gegn andvöku.

ingredients icone

Píslarblóm

Passiflora Incarnata

Passiflóra er jurt sem er þekkt fyrir að róa, auka slökun og minnka vöðvaspennu, hún hefur einnig verið notuð gegn svefntruflunum, kvíða og álagi án þess að valda sljóvleika.

ingredients icone

Hjartalind

Tilla Cordata Mill

Hjartalind er víðfræg fyrir róandi eiginleika sína og að auðvelda að festa svefn. Hjartalindin losar um streitu og höfuðverki sem verða vegna stíflunar í ennis- og kinnholum. Hjartalindin er taugaslakandi, dregur úr kvíða, minnkar streitu og kemur í veg fyrir vöðvakrampa.

ingredients icone

Humlar

Humulus Lupulus

Humlar eru bæði þvagræsandi og hressandi og eru oft notaðir við beinkröm, blóðleysi, almennu þróttleysi, lystarstoli, svefnleysi og svefntruflunum. Þeir búa einnig yfir eiginleikum sem örva meltingarkerfið.

Hvenær?

Þegar þörf er á slökun og náttúrulegri ró.

Fyrir próf, til að halda einbeitingu og vinna gegn álagi.

Með fjölskyldunni til að gera sér glaðan dag.

Í frítíma til að upplífa slökun og vellíðan.

Eftir líkamsáreynslu til að draga úr þreytutilfinningu.

Í vinnu undir álagi og streitu.

F.A.Q.

​Þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku, mælum við með að þungaðar konur og konur með barn á brjósti leiti ráða hjá lækni áður en þær drekka Slow Cow®. Fólk með ofnæmi fyrir körfublómaætt plantna ætti ekki að neyta drykkjarins.

Já, Slow Cow® hefur farið í gegnum greiningarferli til að finna hversu mörg náttúrleg efni (NPN) sem eru viðurkennd af Health Canada sé að finna í drykknum. Tilgangur með því er að vernda heilsu neytenda og auðvelda aðgengi að fjöldanum öllum af náttúrulegum vörum. TM-12-0258 greiningarferlið er bæði vottun um að varan sé skaðlaus og skilvirk.

Plöntuseyðin í Slow Cow® eru þekkt fyrir að róa kerfið í staðinn fyrir að örva það, án þess að valda nokkrum sljóleika. Drykkurinn dregur úr streitu og eykur einbeitingu.

​Þrátt fyrir að engin læknisfræðileg rannsókn hafi farið fram á slíku, getum við slegið því föstu að hættan við neyslu á Slow Cow® fyrir fólk með hjartakvilla sé lítil, með tilliti til að drykkurinn inniheldur náttúruleg innihaldsefni og original útgáfan inniheldur engar hitaeiningar. Hins vegar mælum við með að þú leitir ráða um slíkt hjá lækni.

​Þrátt fyrir að engin læknisfræðileg rannsókn hafi farið fram á slíku, getum við slegið því föstu að hættan við neyslu á Slow Cow® fyrir sykursjúka sé lítil, með tilliti til að drykkurinn inniheldur náttúruleg innihaldsefni og original útgáfan inniheldur engar hitaeiningar. Hins vegar mælum við með að þú leitir ráða um slíkt hjá lækni.

Þar sem engin læknisfræðileg rannsókn hefur verið gerð á slíku, er ráðlegt að þungaðar konur og konur með barn á brjósti leiti ráða hjá lækni áður en þær neyta Slow Cow®.

Blog

Hafðu samband