Skip to content

Hvenær er besti tíminn til að fá sér Slow Cow?

Share That Post

Stutta svarið er: Nákvæmlega þegar þér sýnist En vegna þess að jurtaþykknin sem Slow Cow inniheldur geta nýst vel í að ýta undir slökun og auka einbeitingu þá nýtist drykkurinn einstaklega vel við viss tilefni.

Í upphafi dags fyrir náttúrulega orku

Í upphafi dags er Slow Cow sterkur bandamaður sem hjálpar þér að komast af stað og sökkva þér ofan í verkefni dagsins. Því að L-theanine-amínósýran er þekkt fyrir að skerpa á einbeitingu hjálpar það þér að halda fókus á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Slow Cow kemur til dæmis að mjög góðum notum ef þú þarft að læra fyrir próf. Það er bara spurning um að láta ekki trufla sig, fá sér nokkra sopa, og leyfa slöku beljunni að hellast yfir sig. Er stór dagur framundan? Ein belja keyrir þig í gang.

Á kvöldin til að róa sig niður

Því að Slow Cow er sefandi drykkur án þess að vera deyfandi er alveg óhætt að drekka hann á kvöldin. Þarftu að róa þig niður eftir annansaman dag þar sem börnin voru erfið í ofanálag?

Sullaðu í þig einni belju til að skola honum niður. Þarftu að koma skipulagi á hugann eftir krefjandi verkefni dagsins? Slow Cow hjálpar þér að setja allt á réttan stað og zen-a þig áður en haldið er til rekkju.