Skip to content

Eiga erfitt með svefn vegna orkudrykkja

Share That Post

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta í Evrópu og hún hefur neikvæð áhrif á heilsu framhaldsskólanema. Þetta kemur fram í niðurstöðum áhættumatsnefndar sem rannsakaði málið að beiðni Matvælastofnunar. Þar er líka gefið til kynna að takmarka þurfi aðgengi að orkudrykkjum sem innihalda koffín í skóla- og íþróttastarfi. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir svefn og hjarta- og æðakerfið.

Margt af því sem fram kom hjá matsnefndinni var sláandi, til dæmis að meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Þá er tíundi hver framhaldsskólanemi undir 18 ára sem neytir orkudrykkja með koffíni daglega, og fimmti hver eldri en 18 ára.


Margir neyta orkudrykkja daglega


Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára neytir orkudrykkja daglega, og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri.


Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Þá kemur í ljós mikil neikvæð fylgni milli neyslu á orkudrykkjum og góðs svefns, en þau sem drekka mikið af orkudrykkjum eiga erfiðara með að sofna og meirihluti þeirra segist sofa minna en sex tíma á sólarhring.


Vilja takmarka aðgengi


Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum.


Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Mikið og óheft aðgengi að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er að mati nefndarinnar líklegt til að auka neyslu á þeim meira en æskilegt er og hafi neikvæð áhrif á svefn, auk þess að geta valdið hækkun á blóðþrýstingi og auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Það gæti því reynst nauðsynlegt að takmarka aðgengi ungmenna að orkudrykkjum, til dæmis innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna, til að minnka neikvæð áhrif koffíns á heilsu ungmenna.


Heimild: https://www.mast.is/static/files/skyrslur/ahaettumat-koffin-8-10-bekkur.pdf