Vörur

Slow Cow® er hugarsvalandi drykkur sem hjálpar við að slaka á og halda einbeitingu við daglegt amstur.

Original Slow Cow® hefur fallegan ljósbláan lit og inniheldur engar hitaeiningar, engan sykur og ekkert koffín. Drykkur með endurnærandi drekaávaxtar- og sítrónubragði.

Hvenær?

Þegar slaka skal á, til að ná náttúrulegri ró

MIND COOLER

Með fjölskyldunni til að gera sér glaðan dag

MIND COOLER

Eftir líkamsáreynslu til að draga úr þreytutilfinningu

MIND COOLER

Fyrir próf, til að halda einbeitingu og vinna gegn álaginu

MIND COOLER

Upplifa sælutilfinningu á eigin tíma

MIND COOLER

Í vinnunni, til að vinna gegn streitu þegar vinnudagurinn er erfiður

MIND COOLER

INNIHALDSEFNI

L-teanín

L-teanín eykur magn GABA (gamma-amínó-bútýrsýru), eða taugaboðefnistálmans sem framkallar slökun og vellíðan. Þar að auki er vel þekkt að l-teanín eykur andlega árvekni, hefur slakandi áhrif án þess þó að valda sljóleika, dregur úr streitu og kvíða og bætir hugarstarfsemi, einbeitingu og svefngæði.

Kryddbaldursbrá

Kryddbaldursbrá hefur verið notuð í mörg hundruð ár við ýmsum kvillum. Í dag er fjöldinn allur af jurtum notaður við ýmsum heilsuvandamálum eins og garnaertingu, lystarstoli, meltingartruflunum, svefnleysi, kvíða og streitu.

Garðabrúða

Garðabúða er viðurkennd af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem gagnleg jurt til að draga úr kvíða og eirðarleysi og geta bætt andlegt jafnvægi með því að endurheimta góðan nætursvefn.

Píslarblóm

Ýmislegt bendir til að jurtin hafi bæði róandi og slakandi áhrif. Þrátt fyrir að hafa krampalosandi og róandi eiginleika hefur jurtin slakandi áhrif án þess að hafa áhrif á einbeitingu eða valda sljóleika.

Hjartalind

Hjartalind er víðfræg fyrir að hafa róandi eiginleika og að hjálpa til við að festa svefn. Hjartalind getur hjálpað til við að losa um streitu og höfuðverki sem verða vegna stíflu í ennis- og kinnholum. Hjartalind getur verið taugaslakandi, dregið úr kvíða, minnkað streitu og komið í veg fyrir vöðvakrampa.

Humlar

Humlar eru bæði þvagræsandi og hressandi og eru oft notaðir við beinkröm, blóðleysi, almennu þróttleysi, lystarstoli, svefnleysi og svefntruflunum. Þeir búa einnig yfir eiginleikum sem örva meltingarkerfið.

F.A.Q.

Hver eru innihaldsefnin í Slow Cow® Original?

Slow Cow® er hugarsvalandi drykkur sem hjálpar til við einbeitingu, minni og námsgetu án þess að valda sljóleika, þökk sé átta innihaldsefnum:

​•​L-teanín
​•​Kryddbaldursbrá
​•Píslarblóm
​•​Garðabrúða
​•Límónublóm
​•​Humlar
​•Natríum
​•Kalíum
​Drykkurinn inniheldur ekki koffín, sykur né rotvarnarefni.
​Læknandi innihaldsefni eru eftirfarandi:
​•​Hreinsað vatn
​•Náttúrulegt og tilbúið drekaávaxtar bragðefni
​•Sítrónusýra
​•Natríumsítrat
​•Náttúrulegt sítrónubragðefni
​•Kalíumnítrat
​•Súkralósi
​•Blátt litarefni #1
​•Kolsýra

​Eru einhverjar takmarkanir á neyslu þessarar vöru?

​Þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku, mælum við með að þungaðar konur og konur með barn á brjósti leiti ráða hjá lækni áður en þær drekka Slow Cow®. Fólk með ofnæmi fyrir körfublómaætt plantna ætti ekki að neyta drykkjarins.

​Hefur varan verið prófuð?

Já, Slow Cow® hefur farið í gegnum greiningarferli til að finna hversu mörg náttúrleg efni (NPN) sem eru viðurkennd af Health Canada sé að finna í drykknum. Tilgangur með því er að vernda heilsu neytenda og auðvelda aðgengi að fjöldanum öllum af náttúrulegum vörum. TM-12-0258 greiningarferlið er bæði vottun um að varan sé skaðlaus og skilvirk.

Hver er munurinn á Slow Cow® og orkudrykkjum?

Slow Cow® róar kerfið í staðinn fyrir að örva það, og gerir slíkt án þess að valda sljóleika. Drykkurinn dregur úr streitu og eykur einbeitingu.

​Er öruggt fyrir fólk með hjartasjúkdóma að neyta Slow Cow®?

​Þrátt fyrir að engin læknisfræðileg rannsókn hafi farið fram á slíku, getum við slegið því föstu að hættan við neyslu á Slow Cow® fyrir fólk með hjartakvilla sé lítil, með tilliti til að drykkurinn inniheldur náttúruleg innihaldsefni og original útgáfan inniheldur engar hitaeiningar. Hins vegar mælum við með að þú leitir ráða um slíkt hjá lækni.

Er öruggt fyrir sykursjúka að neyta Slow Cow®?

​Þrátt fyrir að engin læknisfræðileg rannsókn hafi farið fram á slíku, getum við slegið því föstu að hættan við neyslu á Slow Cow® fyrir sykursjúka sé lítil, með tilliti til að drykkurinn inniheldur náttúruleg innihaldsefni og original útgáfan inniheldur engar hitaeiningar. Hins vegar mælum við með að þú leitir ráða um slíkt hjá lækni.

​Er öruggt fyrir þungaðar konur að neyta Slow Cow®?

Þar sem engin læknisfræðileg rannsókn hefur verið gerð á slíku, er ráðlegt að þungaðar konur og konur með barn á brjósti leiti ráða hjá lækni áður en þær neyta Slow Cow®.

Má blanda Slow Cow® saman við áfenga drykki eða róandi lyf?

Ekki er ráðlagt að neyta Slow Cow® með íblönduðum áfengum drykkjum eða róandi lyfjum. Vel kældur Slow Cow® drykkur er svo miklu betri einn og sér!

Hafðu samband